Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rútuskýli á Keflavíkurflugvelli enn vaktað
Mánudagur 9. september 2002 kl. 15:35

Rútuskýli á Keflavíkurflugvelli enn vaktað

Herlögreglan á Keflavíkurflugvelli vaktar ennþá rútuskýli í íbúðarhverfi eftir að þar fannst torkennileg taska eftir hádegið. Auglýst hefur verið eftir eiganda töskunnar á Keflavíkurflugvelli. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar var einnig kallað til í upphafi en það hefur dregið sig til baka.Menn eiga frekar von á að taskan tilheyri skólabarni, frekar en hryðjuverkamanni, en allur er varinn góður, nú þegar rétt um ár er liðið frá árásum hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum.

Myndin: Bandarískur hermaður í námunda við rútuskýli á Keflavíkurflugvelli í dag, en mikill viðbúnaður var vegna torkennilegrar tösku í skýlinu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024