Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rútuferðir á bikarúrslitaleikinn
Bæði er hægt að kaupa miða á leikinn og í rútu hjá K. Steinarssyni Holtsgötu
Miðvikudagur 13. ágúst 2014 kl. 11:32

Rútuferðir á bikarúrslitaleikinn

Hægt að nálgast miða hjá K. Steinarssyni

Rútufyrirtækið Kexpress ætlar sér að sjá stuðningsmönnum Keflavíkur fyrir fari í Laugardalinn á úrslitaleik bikarkeppni KSÍ á laugardag, en þá mætast Keflvíkingar og KR-ingar eins og kunnugt er. Kexpress ætlar að selja rútumiðana á völlinn samhliða forsölu miða á leikinn hjá K. Steinarssyni að Holtsgötu 52.

Brottför er frá Íþróttahúsinu við Sunnubraut á laugardaginn klukkan 12:30. Rútan stoppar á Ölveri á leið sinni í Laugardalinn en þar munu þeir allra hörðustu hita upp fyrir leikinn. Verð í rútu er 2000 krónur fyrir báðar leiðir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024