Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Rúta með 35 manns föst við Kleifarvatn
    Mynd úr safni.
  • Rúta með 35 manns föst við Kleifarvatn
Mánudagur 10. mars 2014 kl. 15:34

Rúta með 35 manns föst við Kleifarvatn

– veður er afar vont á svæðinu

Björgunarsveitir frá Grindavík og Hafnarfirði eru nú á leið að Kleifarvatni þar sem rúta, með 35 farþegum, situr föst rétt við Syðri-Stapa. Rann  hún til í slabbi með fyrrgreindum afleiðingum.

Engin hætta er talin á ferðum en þar sem veður er afar vont á svæðinu var ákveðið að kalla til björgunarsveitir til að færa fólkið yfir í annan bíl sem rútufyrirtækið hefur sent á staðinn. Sá kemst ekki nægilega nálægt fólkinu til að það geti með góðu móti gengið á milli bíla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024