Laugardagur 9. febrúar 2008 kl. 12:28
Rúta fauk útaf Reykjanesbraut
Síðdegis í gær fauk 50 manna rúta útaf Reykjanesbrautinni á Strandarheiði vegna veðurs. Tíu farþegar voru í bílnum og sakaði þá ekki. Farþegarnir voru selfluttir yfir í aðra rúti, sem hélt áleiðis til Reykjavíkur.