Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rústuðu bíl við Grindavík
Mánudagur 28. desember 2009 kl. 09:02

Rústuðu bíl við Grindavík


Skemmdarvargar stórskemmdu bíl sem skilinn hafði verið eftir utan vegar skammt frá Grindavík upp úr miðnætti í gær. Ökumaður bílsins hafði misst hann út af veginum og hélt fótgangandi til Grindavíkur til að sækja aðstoð. Þegar hann kom til baka var búið að brjóta allar rúður úr bílnum, rífa geislaspilara út úr mælaborðinu og vinna fleiri spellvirki. Tjónið nemur hundruðum þúsunda króna og eru spellvirkjarnir ófundnir.

www.visir.is greinir frá þesssu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024