Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rústabjörgunarsveit fagnað við komuna til landsins
Föstudagur 22. janúar 2010 kl. 09:37

Rústabjörgunarsveit fagnað við komuna til landsins

Það voru fagnaðarfundir í einu flugskýla Keflavíkurflugvallar í nótt þegar liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar snéru heim eftir björgunar- og hjálparstörf á Haiti, en þar hafði björgunarsveitin verið við störf í rúma viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Meðal annars var fjölmennt lið frá Björgunarsveitinni Suðurnes að taka á móti sínum mönnum, þeim Halldóri Halldórssyni og Haraldi Haraldssyni. Þeir fengu líka faðmlög frá fjölskyldum sínum og ekki laust við að sjá mætti nokkur gleðitár falla.


Meðfylgjandi myndir voru teknar við komu björgunarsveitarinnar í nótt. 


Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

----

----

----


----

----

----




Myndband frá komu sveitarinnar kemur inn síðar í dag.