Rusli hent í Reykjanesfólkvangi
Einhver hefur gert sér lítið fyrir og losað sig við ruslið, sem hér sést, við Litlu eldborg á Reykjanesi en slík umgengni á auðvitað hvergi að sjást og allra síst í fólkvangi. Þegar blaðamaður var á ferð í Reykjanesfólkvangi fyrir nokkrum dögum sá hann menn vera leika sér á fjórhjólum í fjörunni við Kleifarvatn en slíkt er bannað. Hann stöðvaði bílinn síðan við Litlu eldborg til að mynda ruslið, sem vitaskuld er bannað að henda á víðavangi. Meðan á myndatökunni stóð mátti svo heyra greinalega skothvelli frá Krýsuvíkurbjargi en þar er stranglega bannað að skjóta.
Umgengnin um fólkvanginn var því ekki alveg til fyrirmyndar þennan dag og reyndar hefur hún ekki verið það oft á tíðum. Nokkuð hefur verið um utanvegaakstur og má sjá för eftir torfæru- og fjórhjól á ýmsum stöðum. Nýlega var ráðinn landvörður í Reykjanesfólkvang og hefur ástandið skánað til mikilla muna við tilkomu hans. Það kemur víst í hans hlut að hreinsa upp ruslið eftir sóðana.
VF-mynd: elg.
Umgengnin um fólkvanginn var því ekki alveg til fyrirmyndar þennan dag og reyndar hefur hún ekki verið það oft á tíðum. Nokkuð hefur verið um utanvegaakstur og má sjá för eftir torfæru- og fjórhjól á ýmsum stöðum. Nýlega var ráðinn landvörður í Reykjanesfólkvang og hefur ástandið skánað til mikilla muna við tilkomu hans. Það kemur víst í hans hlut að hreinsa upp ruslið eftir sóðana.
VF-mynd: elg.