Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rusli hent á Rockville
Þriðjudagur 15. maí 2007 kl. 11:34

Rusli hent á Rockville

Ljót sjón blasti við lesanda Víkurfrétta fyrir helgi, en hann átti einu sinni sem oftar leið um staðinn þar sem Rockville stóð áður á Miðnesheiði. Þar hafði einhver óprúttinn aðili greinilega séð sér leik á borði og losað nokkuð magn af allskonar sorpi sem lítil prýði er að, eins og gefur að skilja.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi, en þess var getið að umgengni hefur jafnan verið afar góð á þessu svæði frá því að byggingarnar voru rifnar á sínum tíma.

 

Á efri myndinni má sjá ruslahrúguna en á þeirri neðri má sjá sjúkrasamlagsskírteini sem var þar að finna. Nafn og kennitala sem þar er að finna er greinlegt en hefur verið falið í vinnslu þessarar fréttar. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024