Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rusli af höfuðborgarsvæðinu hent í námu við Sandgerði
Ruslahaugurinn í námunni ofan við byggðina í Sandgerði. Mynd: Tómas Knútsson - Blái herinn
Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 16:21

Rusli af höfuðborgarsvæðinu hent í námu við Sandgerði

„Þessi slúbert fær 24 stunda frest til að leiðrétta þessa framkomu sína annars fær hann yfirvaldið á sig, hann var svo vitlaus að skilja eftir sig heimilisfangið sitt,“ segir Tómas Knútsson, foringi hjá Bláa hernum, á fésbókarsíðu sinni í dag. Bílfarmi af ýmiskonar rusli hefur verið sturtað í námur ofan við byggðina í Sandgerði.

Í samtali við Víkurfréttir segist Tómas vera með upplýsingar um hvaðan ruslið kom en í ruslahaugnum hafi verið gögn sem vísa á eiganda þess. Það komi af höfuðborgarsvæðinu.

„Ég er búinn að senda tölvupóst og myndir af vettvangi til þess sem ruslið tilheyrir og bíð eftir svari,“ sagði Tómas. „Ég gef þeim sólarhring til að bregðast við en nú er ég farinn að undirbúa mynd fyrir landsleik,“ sagði Tómas að endingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024