SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Ruslahaugur í Rockville
Þriðjudagur 1. apríl 2008 kl. 14:34

Ruslahaugur í Rockville

Umgengnin á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði er fyrir neðan allar hellur. Eftir að fasteignir á svæðinu voru rifnar varð svæðið að vinsælu útivistarsvæði. Þarna hefur fólk vanið komur sínar með hunda og leyft þeim að hlaupa frjálsum um svæðið.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Á Rockville-svæðið virðast umhverfissóðar einnig venja komur sínar. Þarna hefur heimilissorpi verið hent, múrbroti og ýmsu öðru. Víkurfréttir fengu ábendingu í gærkvöldi um að algjörlega hafi keyrt um þverbak í sóðaskapnum.

Húddloki, skottloki og tveimur hliðarhurðum af BMW hefur verið hent við eitt helsta skógarrjóðrið í Rockville. Þar eru einnig hrúgur af sorpi ýmiskonar, fatnaður og bílavarahlutir.

Þeir sem vita upp á sig skömmina með ruslið í Rockville eru hvattir til að fara á svæðið og hreinsa það eftir sig. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja tekur við öllu þessu rusli frá einstaklingum án endurgjalds alla daga vikunnar.

Mynd: Ruslið í Rockville í gærkvöldi.