Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Rusl hreinsað úr Bjarnagjá í Grindavík
Bjarnagjá.
Fimmtudagur 23. október 2014 kl. 09:10

Rusl hreinsað úr Bjarnagjá í Grindavík

Kafarar frá dive.is brugðu til sinna ráða.

Undanfarin ár hefur verið nokkuð vinsælt hjá íslenskum köfurum að kafa í Bjarnagjá sem er staðsett rétt vestan við Grindavík. Eittvað hefur þó borið á því að kafarar hafi kvartað yfir rusli í gjánni og því tóku nokkrir kafarar frá dive.is til sinna ráða og buðust til að hreinsa til í gjánni endurgjaldslaust. Sagt er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar.

Sigmar Árnason, byggingarfulltrúi bæjarsins, tók þessu tilboði fegins hendi og hrinti af stað samvinnuverkefni nokkurra aðila í Grindavík. Jón og Margeir buðu fram aðstoð sína og tæki til að hjálpa til við hreinsunina. HP gámar sköffuðu gám og starfsmenn þjónustumiðstöðvar lögðu einnig hönd á plóg. Það er skemmst frá því að segja að uppúr gjánni komu rúm tvö tonn af rusli, þar á meðal hreindýrahorn og grind úr Toyota bifreið.

Public deli
Public deli