Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúnni Júl hlaut heiðursverðlaun
Miðvikudagur 19. mars 2008 kl. 09:50

Rúnni Júl hlaut heiðursverðlaun

Rúnar Júlíusson hlaut í gær heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunann fyrir einstæðan feril í íslensku tónlistarlífi.

Rúnar er vel að heiðrinum kominn. Hann hefur verið framlínumaður í íslenskri dægurtónlist í rúm 40 ár og um árabil staðið að blómlegri tónlistarútgáfu í gegnum fyrirtækið Geimstein. Á upptökuheimili Geimsteins við Skólaveginn hefur Rúnar framleitt sína eigin tónlist og annarra. Hann hefur verið óragur við gefa ungum og óþekktum tónlistarmönnum tækifæri og hefur Geimstein verið mörgum þeirra ágætist stökkpallur til frekari afreka á tónlistarsviðinu. Rúnar hefur því ótvírætt haft mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024