Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Runnasnyrting í snjónum
Miðvikudagur 23. mars 2011 kl. 10:20

Runnasnyrting í snjónum

Mikið hefur snjóað síðustu daga og liggur núna hvít þekja yfir öllu. Það stoppaði aftur á móti ekki bæjarstarfsmann Reykjanesbæjar í morgun sem gekk um með hekkklippur og hamaðist við að snyrta runnana í skrúðgarðinum í Njarðvík. „Það er alveg eins gott að byrja á þessu núna víst veðrið er svona gott. Snjórinn er ekkert þannig séð fyrir mér,“ sagði bæjarstarfsmaðurinn en hann þurfti að vaða snjóinn upp á hné til að komast milli runnanna.

VF-Mynd: Siggi Jóns

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024