Rúmlega 90% aukning á skipakomum
- 29 fraktskip komu í hafnir Reykjaneshafna fyrstu fjóra mánuði ársins
Fyrstu fjóra mánuði ársins hafa 29 fraktskip komið til hafna í Reykjanesbæ með farm til upp- eða útskipunar. Er það aukning um 93 prósent sé miðað við sama tíma í fyrra. Á vef Reykjaneshafnar segir að aukninguna megi að mestu leiti rekja til uppbyggingar stóriðju í Helguvík.
„Ótrúlega vel hefur gengið að þjónusta viðkomandi fraktskip miðað við þá takmörkuðu aðstöðu sem í boði er varðandi viðlegu skipa og aðstöðu á hafnarsvæði. Með sama áframhaldi liggur fyrir að uppbygging á hafnaraðstöðu í Helguvík getur ekki beðið mikið lengur ef ekki eiga að skapast vandræði af,“ segir á vef Reykjaneshafnar.