Rúmlega 30 starfsmenn varnarliðsins sem sagt var upp enn atvinnulausir
Rúmlega þrjátíu manns af þeim 100 starfsmönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sem sagt var upp störfum í nóvember eru enn án atvinnu. Kom þetta fram í máli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í dag. Í umræðum um málið komi fram miklar áhyggjur af atvinnuástandi á Suðurnesjum meðal annars vegna samdráttar í verkefnum fyrir varnarliðið.
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sagði mikilvægt að takast á við þessar breytingar og semja aðlögunaráætlun. Sagði hann að það væri þekkt annars staðar frá, þar sem umsvif Bandaríkjahers hefðu minnkað að samið væri um aðlögunargreiðslu. Sú greiðsla hefði þá gengið til starfsmanna eða atvinnuuppbyggingar á viðkomandi svæði í stað þess að dregið sé saman.
Á Suðurnesjum eru alls 393 einstaklingar atvinnulausir; 149 karlar og 244 konur samkvæmt tölum frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja.
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sagði mikilvægt að takast á við þessar breytingar og semja aðlögunaráætlun. Sagði hann að það væri þekkt annars staðar frá, þar sem umsvif Bandaríkjahers hefðu minnkað að samið væri um aðlögunargreiðslu. Sú greiðsla hefði þá gengið til starfsmanna eða atvinnuuppbyggingar á viðkomandi svæði í stað þess að dregið sé saman.
Á Suðurnesjum eru alls 393 einstaklingar atvinnulausir; 149 karlar og 244 konur samkvæmt tölum frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja.