Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Rúmlega 25% íbúa í Reykjanesbæ vilja íbúakosningu
    Undirskriftirnar afhentar bæjarstjóra sl. föstudag. VF-mynd: Hilmar Bragi.
  • Rúmlega 25% íbúa í Reykjanesbæ vilja íbúakosningu
    Undirskriftirnar voru afhentar á rafrænu formi á þessum minnislykli.
Mánudagur 24. ágúst 2015 kl. 10:21

Rúmlega 25% íbúa í Reykjanesbæ vilja íbúakosningu

– 2.697 einstaklingum sent rafrænt bréf til staðfestingar

Rúmlega 25% íbúa í Reykjanesbæ hafa skorað á bæjaryfirvöld að efna til íbúakosninga um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Þeim sem tóku þátt í undirskriftasöfnuninni hefur Þjóðskrá sent rafrænt bréf því til staðfestingar. Þeir sem tilheyra þessum hópi geta nálgast rafræna bréfið sitt í pósthólfinu sínu á „mínum síðum“ á Ísland.is.

Þjóðskrá Íslands hefur móttekið og farið yfir nöfn þeirra einstaklinga sem studdu áskorun á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ um að láta fara fram íbúakosningu um hvort rétt hafi verið að breyta deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers.

Söfnun undirskrifta fór fram samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 155/2013 um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum og var bæði rafræn á Ísland.is og á pappír.

Þjóðskrá Íslands staðfestir að 2.697 nöfn uppfylltu ákvæði reglugerðarinnar, sem eru 25,3% af kjörskrárstofni sem er 10.655 manns. Því er 25% markinu náð, sem Reykjanesbær gerir kröfu um vegna íbúakosninga.

Til að tryggja gagnsæi hefur Þjóðskrá Íslands sent ofangreindum 2.697 einstaklingum rafrænt bréf því til staðfestingar, Þeir sem tilheyra þessum hópi geta nálgast rafræna bréfið sitt í pósthólfinu sínu á mínum síðum á Ísland.is.

Public deli
Public deli