Rúmlega 22.000 skjálftar
Rúmlega 22.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október við Þorbjörn vegna landriss. Nánari upplýsingar um jarðhræringarnar má lesa hér. Tæplaga 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti. Stærsti jarðskjálftinn mældist 4,8 að stærð kl. 00:46 rétt vestan við Þorbjörn, og jafnframt stærsti skjálfti hrinunar, segir á vef Veðurstofu Íslands.
Þess utan hafa þrír skjálftar mælst um eða yfir 4,0 sá fyrsti kl. 00:13, hann var 4,2 að stærð um 1,7 km austan við Sýrlingafell, annar kl. 02:56 mældist 4,4 að stærð í Blettahrauni um 3,0 km VSV af Þorbirni. Þá mældist annar nú í morgun kl. 06:52, af stærð 4,0 rétt austan við Sýrlingafell.
Jarðskjálftarnir hafa fundist vel í Grindavík og víða á Suðvesturhorninu.