Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega 200 lóðum úthlutað í Tjarnarhverfi
Fimmtudagur 6. maí 2004 kl. 09:28

Rúmlega 200 lóðum úthlutað í Tjarnarhverfi

Rúmlega 200 lóðum var úthlutað í nýju Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar bæjarins í gær. Aldrei hefur jafnmörgum lóðum verið úthlutað í einu, en lóðirnar var öllum úthlutað til byggingaverktaka.
Húsanes ehf. fékk lóðir fyrir 102 leigu- og söluíbúðir. Meistarahús byggir 20 íbúðir, en auk þess sækja Meistarahús um lóðir í samvinnu við Búmenn þar sem gert er ráð fyrir byggingu 30 íbúða. Byggingarfélagið Breki í Garðabæ fékk úthlutað lóðum fyrir 30 íbúðir og Toppurinn fékk lóðir fyrir byggingu 16 íbúða.
Í Tjarnarhverfi verða alls 552 íbúðir, þar af 357 í fjölbýli, 130 í raðhúsum og 65 einbýlishúsum.
Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjanesbæjar hafa margir einstaklingar óskað upplýsinga um lóðir fyrir einbýlishús, rað- og parhús en engar umsóknir hafa verið teknar til afgreiðslu. „Það er greinilega mikill áhugi fyrir lóðum í Tjarnarhverfinu, enda var slegið met í úthlutun lóða á fundinum í gær. Þetta er mjög jákvæðar fréttir fyrir Reykjanesbæ,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024