Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 5. apríl 2001 kl. 10:17

Rúmlega 20% verðmætaaukning

Fyrstu tvo mánuði ársins dróst sala á fiski saman um 7,5 tonn hjá Fiskmarkaði Suðurnesja en að sögn Ragnars Kristjánssonar, framkvæmdastjóra FMS, jukust verðmæti aflans um rúmlega 20% á sama tíma. InterSeafood greindi frá.
„Ég er ánægður með þessa fyrstu mánuði ársins og einnig marsmánuð og þegar á heildina er litið þá er magnið ekki minna en á sama tíma í fyrra en verðmætin hafa aukist verulega. Verkfallið, sem kom til framkvæmda á dögunum þó það stæði stutt, hjálpaði okkur verulega og einkum jókst framboðið eftir að því var frestað. Ætli við fáum ekki aðra holskeflu nú um mánaðamótin þegar verkfallið skellur á að nýju en ef það dregst á langinn þá má hins vegar búast við því að aprílmánuður verði rýr að þessu sinni, segir Ragnar Kristjánsson.
Þess má geta að höfuðstöðvar FMS hafa verið í Grindavík frá áramótum og er markaðurinn nú einráður á Suðurnesjum eftir að útibúi Faxamarkaðar, sem nú er hluti af Fiskmarkaði Íslands, var lokað í Sandgerði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024