Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega 20 milljónir til félagasamtaka í Reykjanesbæ
Föstudagur 22. apríl 2005 kl. 11:23

Rúmlega 20 milljónir til félagasamtaka í Reykjanesbæ

Á miðvikudaginn undirritaði Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð(MÍT) Reykjanesbæjar samninga við félagasamtök í Reykjanesbæ upp á 20,4 milljónir. Samningarnir eru flestir vegna kynningar á starfi félaganna, s.s. vegna námskeiða á sumrin og eru þeir endurnýjaðir árlega. Einnig taka þeir til greiðsluþátttöku vegna afnota af húsnæði.

 

Meðfylgjandi öllum samningum er sérstakt eyðublað sem félögunum ber að senda til MÍT á tilteknum tíma þar sem fram koma m.a. upplýsingar um þátttöku bæjarbúa, menntun leiðbeinenda, kostnað viðkomandi félags og annað sem samningsaðilar vilja taka fram. Þetta eru ómetanlegar upplýsingar fyrir MÍT ráðið þegar meta skal hvernig til hefur tekist og hvort ástæða er til að mæla með endurnýjun eða endurskoðun samninga við gerð fjárhagsáætlunar.

Fram kom í tilkynningu frá MÍT að ráðið hvetur klúbba og félög í Reykjanesbæ, sem sett hafa sér markmið um almenna þátttöku bæjarbúa, fagleg vinnubrögð og öflugt forvarnarstarf að senda MÍT hugmyndir um samvinnu við Reykjanesbæ t.d. með samningum.

 

Hér eru upplýsingar um fjárveitingar:

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar Greiðsluþátttaka v/þjálfaralauna 12 ára og yngri 8.000.000
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar Greiðsluþátttaka v/þjálfaralauna 13-14 ára 1.350.000
Foreldrafélag Tónlistaskólans Umsjón með öskudagsskemmtun 320.000
Keflavík, íþr.- og ungm. félag Rekstur íþrótta- og leikjanámskeiða 920.000
Ungmennafélag Njarðvíkur Rekstur knattspyrnuskóla 200.000
Íþróttafélögin Keflavík og UMFN Umsjón skemmtidagskrár 17. júní 3.000.000
Siglingafélagið Knörr Rekstur siglinganámskeiða 300.000
Golfkúbbur Suðurnesja Rekstur og umsjón púttvalla 600.000
Hestamannafélagið Máni Reiðnámskeið o.fl. 800.000
Púttklúbbbur Suðurnesja Greiðsluþátttaka vegna húsaleigu 450.000
Sportköfunarskóli Íslands Kynning á sportköfun fyrir ungmenni 150.000
Björgunarsveitin Suðurnes Flugeldasýningar, gæsla og umsjón þrettándabrennu 950.000
Viðar Oddgeirsson Upplýsingaöflun o.fl. vegna Íþróttaminjasafns 150.000
Leikfélag Keflavíkur Umsjón skemmtidagskrár á þrettándanum 330.000
Hnefaleikafélag Reykjaness Greiðsluþátttaka vegna húsaleigu 900.000
Pílukastfélag Reykjanesbæjar Kynning á pílukasti 150.000
Flugmódelfélag Suðurnesja Kynning á flugmódelsporti 150.000
Skátafélagið Heiðabúar Þjónustusamningur+smíðavöllur 1.380.000
Skákfélag Kynning á skákíþróttinni 150.000
Sæþotufélag Suðurnesja Kynning á sæþotusporti o.fl. 150.000

                                                                                                                                                                               Samtals:     20.400.000
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024