Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmenska ránsparið stöðvað af tollinum í Keflavík
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem rúmenska ránsparið var stöðvað af tollvörðum.
Föstudagur 13. desember 2013 kl. 10:06

Rúmenska ránsparið stöðvað af tollinum í Keflavík

Árvekni tollvarðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrrakvöld varð til þess að lögreglu var gert viðvart og handtók hún rúmenska parið, sem rændi úr skartgripaverslun á Laugaveginum í vikunni.

Parið vakti athygli tollgæslu þegar það kom hingað til lands frá London síðastliðinn mánudag. Tollverðir stöðvuðu þá manninn og konuna við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ýmislegt þótti gefa til kynna að  parið væri hingað komið til að hefja brotastarfsemi og gerðu tollverðir því lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu viðvart, sem lýsti  eftir fólkinu í kjölfar ofangreinds þjófnaðar á skartgripum, að verðmæti á fjórðu milljón króna.

Tollvörður sem hafði verið á mánudagsvaktinni, þegar höfð voru afskipti af parinu, þekkti það aftur þegar það birtist í flugstöðinni í fyrrakvöld. Hafði hann þegar samband við lögregluna á Suðurnesjum, sem handtók fólkið. Leitað var á því í aðstöðu tollgæslunnar í flugstöðinni og  annaðist kvenkyns tollvörður leitina á konunni. Fannst þá þýfið úr skartgripaversluninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024