Rúmar 460 milljónir til menningarmála á Suðurnesjum
Framlög til menningar á Suðurnesjum minnkuðu örlítið á milli áranna 2010 og 2011 eftir mikinn vöxt í málaflokknum á árunum þar á undan. Samt sem áður eru sveitarfélögin að veita mikla menningarlega þjónustu og standa fyllilega undir þeirri eftirspurn eftir menningarlegri afþreyingu sem íbúar gera kröfu til að eiga kost á að geta notið á heimasvæði. Þetta kemur fram í skýrslu Menningarráðs Suðurnesja sem kynnt var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um sl. helgi. Fundurinn fór fram í Sandgerði
Sú krafa fer vaxandi meðal íbúa á Suðurnesjum að þörfinni fyrir menningarlegri upplifun sé að svo miklu leyti sem mögulegt er uppfyllt á heimasvæði. Aðsókn að menningarviðburðum á Suðurnesjum hefur stóraukist á síðustu misserum.
Framlög sveitarfélaganna á Suðurnesjum til menningarmála.
Árið 2011 | Árið 2010 | Árið 2009 | |
Reykjanesbær | kr. 272.000.000 | kr. 275.673.179 | kr. 228.057.741 |
Grindavík | kr. 55.126.667 | kr. 44.180.000 | kr. 48.514.000 |
Garður | kr. 34.331.000 | kr. 72.107.000 | kr. 41.180.000 |
Sandgerði | kr. 68.787.000 | kr. 70.038.000 | kr. 75.251.000 |
Vogar | kr. 30.616.421 | kr. 38.480.000 | kr. 25.882.321 |
Samtals | kr. 460.861.088 | 500.478.179 | 418.885.062 |