Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rúmar 460 milljónir til menningarmála á Suðurnesjum
Þriðjudagur 9. október 2012 kl. 07:09

Rúmar 460 milljónir til menningarmála á Suðurnesjum

Framlög til menningar á Suðurnesjum minnkuðu örlítið á milli áranna 2010 og 2011 eftir mikinn vöxt í málaflokknum á árunum þar á undan. Samt sem áður eru sveitarfélögin að veita mikla menningarlega þjónustu og standa fyllilega undir þeirri eftirspurn eftir menningarlegri afþreyingu sem íbúar gera kröfu til að eiga kost á að geta notið á heimasvæði. Þetta kemur fram í skýrslu Menningarráðs Suðurnesja sem kynnt var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um sl. helgi. Fundurinn fór fram í Sandgerði

Sú krafa fer vaxandi meðal íbúa á Suðurnesjum að þörfinni fyrir menningarlegri upplifun sé að svo miklu leyti sem mögulegt er uppfyllt á heimasvæði. Aðsókn að menningarviðburðum á Suðurnesjum hefur stóraukist á síðustu misserum.

Framlög sveitarfélaganna á Suðurnesjum til menningarmála.

  Árið 2011 Árið 2010 Árið 2009
Reykjanesbær kr. 272.000.000 kr. 275.673.179 kr. 228.057.741
Grindavík kr. 55.126.667 kr. 44.180.000 kr. 48.514.000
Garður kr. 34.331.000 kr. 72.107.000 kr. 41.180.000
Sandgerði kr. 68.787.000 kr. 70.038.000 kr. 75.251.000
Vogar kr. 30.616.421 kr. 38.480.000 kr. 25.882.321
Samtals kr. 460.861.088 500.478.179 418.885.062

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024