Rúður brotnar í tveimur ruslabílum í nótt
Rúður voru brotnar í tveimur ruslabílum Njarðtaks sem stóðu við Heiðarberg í Keflavík í nótt. Hliðarrúður voru brotnar í báðum bílunum og framrúða í öðrum þeirra.Talið er að skemmdarverkin hafi verið unnin milli kl. 7 og 8 í morgun.
Ekki er vitað hverjir stóðu að skemmdarverkunum en rannsókn stendur yfir.
Ekki er vitað hverjir stóðu að skemmdarverkunum en rannsókn stendur yfir.