Rúður brotnar á Garðaseli
Í nótt var tilkynnt um að unglingspiltur hafi kastað grjóti í rúðu á leikskólanum Garðasel í Keflavík. Lögreglan í Keflavík fékk greinargóða lýsingu á gerandanum en hann hafði gengið fram hjá leikskólanum ásamt öðrum pilti.
Lögreglan handtók skömmu síðar tvo 17 ára pilta og passaði lýsingin við annan þeirra sem kastaði grjótinu. Báðir piltarnir voru ölvaðir og sögðust ekki kannast við málið. Eftir viðtal á lögreglustöðinni var þeim komið í hendur á forráðamönnum sínum.