Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúðubrot og skemmdir hjá Bahá'í í Reykjanesbæ
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 10:49

Rúðubrot og skemmdir hjá Bahá'í í Reykjanesbæ

Skemmdarverk voru unnin á Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ í aðfaranótt sl. sunnudags. Stórum kantsteini var kastað í gegnum stærstu rúðuna á framhlið hússins, en kantsteinninn hafði verið losaður undan akkeri sem stendur á lóð í nálægu húsi. Steinninn endaði á miðju stofugólfi og nokkrar skemmdir urðu á innanstokksmunum.

Ekkert er vitað um tilefni skemmdarverkanna en hjá Bahá'í-söfnuðinum er getum að því leitt að þau séu í tengslum við þau málefni þjóðkirkjunnar sem nú eru ofarlega á baugi. Bahá'í trúin er sjálfstætt trúfélag sem stendur utan þjóðkirkjunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málið er í rannsókn en íbúar eru uggandi og ræða um að taka upp nágrannavörslu í götunni.