Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúðubrjótur herjar á lögregluna
Skemmdarverk hafa verið unnin á lögreglubifreiðum. Myndir: Lögreglan á Suðurnesjum
Þriðjudagur 11. júní 2024 kl. 09:51

Rúðubrjótur herjar á lögregluna

Undanfarnar nætur hafa verið unnin skemmdarverk á bílum lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeim hefur verið lagt í bifreiðastæði aftan við Brekkustíg 39 í Njarðvík á milli verkefna.

Búið er að brjóta hliðarrúður í þremur bílum eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.

Ef einhver hefur upplýsingar um málið þá má hinn sami endilega vera í sambandi við lögregluna á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024