Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ruddust inn í stigagang
Fimmtudagur 20. nóvember 2003 kl. 10:13

Ruddust inn í stigagang

Krakkar ruddust inn í stigagang með hávaða og látum á þriðjudagskvöld og var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um málið. Í ljós kom að þarna voru fjórir drengir á aldrinum 13 til 14 ára og var foreldrum drengjanna gert að koma og sækja þá.
Á þriðjudagskvöld var einnig tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Keflavík. Heimilisfólkið er í útlöndum, en öryggiskerfi hússins hafði farið í gang eftir að gluggi hafði verið spenntur upp. Ekki var að sjá að innbrotsþjófurinn hafi haft eitthvað upp úr krafsinu og væntanlega komið styggð að honum þegar öryggiskerfið fór í gang. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024