Rúða brotin í bíl við Reykjanesbrautina
Verkefni lögreglunnar eru margvísleg. Oftar en ekki rata þeir hlutir sem miður fara í samfélaginu inn á borð lögreglunnar. T.a.m. var í morgun tilkynnt um að að hægri hliðarrúða hafi verið brotin í bifreið hans, eftir að hann lagði henni á vegaröxl Reykjanesbrautar skammt frá Álverinu s.l. laugardagsmorgun. Ekki er vitað hver þar var að verki.
Skömmu fyrir hádegi tilkynnti ökumaður bifreiðar að hann hafi ekið á umferðarmerki við Elliðavelli í Keflavík. Ekki slys á fólki og lítið tjón. Talsverð hálka var.
Á þriðja tímanum í dg var tilkynnt að búið væri að brjóta fjögur útiljós á húsi við Kirkjubraut í Njarðvík. Húsráðendur voru ekki heima er þetta gerðist. Ekki er vitað hver tjónvaldur er.
Á dagvaktinni hjá Keflavíkurlögreglunni voru fjórir ökumenn bifreiða kærðir fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn.
Skömmu fyrir hádegi tilkynnti ökumaður bifreiðar að hann hafi ekið á umferðarmerki við Elliðavelli í Keflavík. Ekki slys á fólki og lítið tjón. Talsverð hálka var.
Á þriðja tímanum í dg var tilkynnt að búið væri að brjóta fjögur útiljós á húsi við Kirkjubraut í Njarðvík. Húsráðendur voru ekki heima er þetta gerðist. Ekki er vitað hver tjónvaldur er.
Á dagvaktinni hjá Keflavíkurlögreglunni voru fjórir ökumenn bifreiða kærðir fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn.