RSÍ: Spilað með öryggi á varnarsvæðinu
Stjórnmálamenn eru að spila með öryggi yfir 350 fjölskyldna á ósvífinn og óábyrgan hátt, segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands í Ríkisútvarpinu í dag, um bráðabirgðalögin sem ríkisstjórnin samþykkti í gær.
Lögin kveða á um að nota má íbúðir á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði þrátt fyrir að rafkerfi þeirra sé amerískt og uppfylli ekki íslenska staðla. Það er búið að liggja fyrir allan tímann að íbúðirnar eru kynntar á röngum forsendum og augljóst að aldrei stóð til að fara að íslenskum öryggiskröfum, bætir Guðmundur við og segir ríkisstjórnina búna að losa Þróunarfélagið undan því að þurfa að axla ábyrgð á því tjóni sem augljóslega mun verða á heimilistækjum þeirra ungu fjölskyldna sem flytja þarna inn.
Sjá www.ruv.is
Lögin kveða á um að nota má íbúðir á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði þrátt fyrir að rafkerfi þeirra sé amerískt og uppfylli ekki íslenska staðla. Það er búið að liggja fyrir allan tímann að íbúðirnar eru kynntar á röngum forsendum og augljóst að aldrei stóð til að fara að íslenskum öryggiskröfum, bætir Guðmundur við og segir ríkisstjórnina búna að losa Þróunarfélagið undan því að þurfa að axla ábyrgð á því tjóni sem augljóslega mun verða á heimilistækjum þeirra ungu fjölskyldna sem flytja þarna inn.
Sjá www.ruv.is