Rotaðist og viðbeinsbrotnaði
Pilturinn sem lenti í árekstri við bifreið á mótum Njarðvíkurbrautar og Stapagötu í Innri Njarðvík rotaðist við áreksturinn. Hann er einnig talinn hafa viðbeinsbrotnað.
Tilkynnt var um umferðarslysið kl. 17:45 á mótum Njarðvíkurbrautar og Stapabrautar. Þar hafði 14 ára piltur ekið litlu torfruhjóli í hlið bifreiðar. Pilturinn rotaðist við óhappið og var fluttur með sjúkrabifreið til læknisskoðunar. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað. Pilturinn hafði ekki virt biðskyldu á gatnamótunum.
Önnur tíðindi af vettvangi lögreglunnar á Suðurnesjum eru að einn ökumaður var í dag kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.