Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rotaðist í fótbolta
Mánudagur 12. júlí 2004 kl. 16:03

Rotaðist í fótbolta

Í gærdag var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að ung stúlka lægi meðvitundarlaus á knattspyrnuvellinum í Grindavík. Lögregla og sjúkrabifreið voru þegar send á staðinn en í ljós kom að stúlkan hafði fengið fótbolta í höfuðið og rotast. Stúlkan var með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn en var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024