Röskun á skólahaldi vegna veðurs
Í annað skipti frá því nýtt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands var tekið í notkun árið 2017 hafa nú verið gefnar út rauðar viðvaranir á suðvesturhorninu.
Í ljósi þess hafa skólar í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ gefið út að skólahald hefjist ekki fyrr en klukkan tíu í fyrramálið og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgjast með frekari tilkynningum frá skólum ef frekari röskun verður á skólahaldi.
Í Grindavík er vetrarfrí í grunnskólanum og því ekkert skólahald en leikskólar hefja starfsemi kl. 10 á mánudagsmorgun.
Skrifstofa Sveitarfélagsins Voga, þjónustumiðstöð og íþróttamiðstöð verða lokaðar fram eftir mánudagsmorgni og verður staðan tekin kl. 10 eða þegar veðrið gengur niður og tilkynt um opnun hér á heimasíðu Voga.