Röng frétt með réttum myndum!

Myndum frá jólamarkaði í Duus safnahúsum um síðustu helgi sem birtast í Víkurfréttum í dag fylgir röng frétt. Fréttin er vikugömul og fjallar um að jólamarkaðurinn fari fram um helgina. Jólamarkaðurinn og jólaballið sem skrifað er um fóru fram um liðna helgi.
 
Víkurfréttir biðjast velvirðingar á þessum mistökum og vona að fólk „hlaupi“ ekki til á markaðinn - sem er afstaðinn.
 
Myndirnar sem birtust með fréttinni voru hins vegar teknar á markaðnum um síðustu helgi en þar var fallegt handverk í boði eins og sjá má á myndunum. Myndunum frá jólamarkaðnum átti hins vegar að fylgja falleg mannlífsfrétt um markaðinn. Hún mun bara birtast í næsta blaði með öðrum myndum frá þessum áhugaverða markaði.