Rólegt hjá lögreglunni í dag
Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Keflavík í dag og ekkert markvert bar til tíðinda utan eitt minniháttar umferðaróhapp.Minniháttar umferðarslys varð á Grindavíkurvegi í dag þegar ökumaður flutningabíls missti stjórn á ökutæki sínu með þeim afleiðingum að það hafnaði utan vegar og skemmdist eitthvað. Ökumaðurinn slapp án meiðsla.