Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rólegt hjá lögreglu þrátt fyrir fullt tungl
Laugardagur 7. febrúar 2004 kl. 11:21

Rólegt hjá lögreglu þrátt fyrir fullt tungl

Fremur rólegt var að gera hjá lögreglunni í Keflavík í nótt. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur og tilkynnt var um slagsmál á  veitingastaðnum Vitanum í Sandgerði, en þaðan var maður fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar þar sem óttast var að hann væri rifbeinsbrotinn. Fullt tungl var í nótt og hafa gamalreyndir lögreglumenn oft sagt að læti um helga fylgi fullu tungli. Svo virðist þó ekki vera í þessu tilfelli, enda virðast þeir sem hafa verið að skemmta sér í nótt gert það á gleðilegan máta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024