Rólegt hjá lögreglu þrátt fyrir drungalegt veður
Þrátt fyrir veðurdrunga og hálar götur hefur verið rólegt hjá lögreglunni í Keflavík í dag. Þorvaldur varðstjóri Benediktsson sagði í samtali við blaðið að lítið hafi verið um óhöpp og að fólk virtist einnig halda sig á mottunni hvað hraðakstur varðar. Spáin fyrir kvöldið og nóttina er ekki góð, þar sem spáð er 8-9 gömlum vindstigum og talsverðri snjókomu. Færðin gæti þyngst við þær aðstæður. Þorvaldur sagði veðrið í kvöld vera seinni tíma vandamál og brosti, en bætti við að sjálfsögðu væru menn viðbúnir því að takast á við ófærð eða þær aðstæður sem skapast í vondu veðri.
Veðurkortið gildir fyrir morgundaginn, laugardag. Kortið var gert í gærkvöldi.