Rólegt hjá lögreglu í nótt og í dag
Mjög rólegt hefur verið hjá lögreglunni í Keflavík um helgina. Vaktstjóri lögreglunnar sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert fréttnæmt hefði gerst í nótt eða í dag. Mikið fjör var í partýi sem félag ungra Framsóknarmanna hélt í höfuðstöðvum sínum í gær að Hafnargötu. Þar skemmtu trúbadorar ásamt því að Pétur í ding dong sagði nokkra góða brandara.Allt gekk það vel fyrir sig og skemmti fólk sér konunlega!