Rólegt hjá lögreglu í nótt
Athugull netverji setti sig í samband við Víkurfréttir til að spyrjast fyrir um það hvort það væri svona helvíti kalt í Njarðvík. Netverjinn, sem er starfandi skipstjórnarmaður, fer reglulega á vef Siglingastofnunar og það er ekki laust við að honum hafi brugðið þegar hann skoðaði hitastigið í Njarðvík. Á meðan flestar hitatölur á SV-horninu voru í kringum 5 gráður þá sýndi mælirinn í Njarðvík –20.
Þegar þetta er skrifað er frostlaust, a.m.k. við höfuðstöðvar Víkurfrétta í Njarðvík. Þetta hlýtur því að vera svokallað tölvufrost – eða hvað?
Myndin er af vef Siglingastofnunar í kvöld.
Þegar þetta er skrifað er frostlaust, a.m.k. við höfuðstöðvar Víkurfrétta í Njarðvík. Þetta hlýtur því að vera svokallað tölvufrost – eða hvað?
Myndin er af vef Siglingastofnunar í kvöld.