Rólegt hjá lögreglu í dag - harður árekstur í kvöld
Rólegt hefur verið á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík í allan dag og ekkert fréttnæmt bar til tíðinda. Nú á níunda tímanum í kvöld varð hins vegar harður árekstur tveggja bifreiða í Njarðvík.Talið er að sól hafi átt einhvern þátt í árekstrinum, en annar bílinn er talinn óökufær. Ekki er vitað hvort slys hafi verið á fólki.