Rólegt hjá lögreglu
Rólegt hefur verið hjá Lögreglunni í Keflavík í gær og í dag. Blíðviðri er nú á suðvesturhorni landsins og íbúar Suðurnesja eflaust að sleikja sólargeislana. Í upphafi sumars hefur verið nokkuð um hraðakstur á Suðurnesjum og hefur Lögreglan í Keflavík kært þónokkuð marga ökumenn upp á síðkastið fyrir að aka of hratt.