Föstudagur 18. apríl 2003 kl. 09:14
Rólegt hjá lögreglu
Nóttin sem leið var mjög róleg hjá Lögreglunni í Keflavík að sögn varðstjóra. Aðfararnótt fimmtudagsins var nokkur erill og voru tveir menn handteknir í Stapanum, en þeir veittust að dyravörðum. Var annar þeirra vistaður í fangageymslum.