Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. apríl 2002 kl. 01:16

Rólegt hjá lögreglu - sigurvíma í Njarðvík

Rólegt var á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík í gærdag. Að sögn Halldórs Jenssonar varðstjóra gerðist ekkert fréttnæmt á vaktinni í gærdag. Það kom hins vegar í hlut næturvaktarinnar að hafa hemil á sigurglöðum Njarðvíkingum í gærkvöldi. Þegar þessi orð eru skrifuð inn á Netið á öðrum tímanum í nótt hefur allt farið vel fram og engin vandræði þrátt fyrir fjölda fólks í mikilli sigurvímu. Meðal annars var slegið upp dansleik í Stapa í tilefni af því að Íslandsmeistaratitillinn varð Njarðvíkinga í ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024