Rólegt hjá laganna vörðum
Suðurnesjamenn héldu sig á mottunni í nótt og voru ekki til teljandi vandræða samkvæmt dagbók lögreglunnar í Keflavík. Eintóm hamingja, sagði lögreglumaður sem Víkurfréttir ræddu við.Nokkuð hefur verið um hraðakstur síðustu daga en engar fréttir er að hafa af ökumönnum sem hafa farið of hratt yfir frá miðnætti.




