Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Miðvikudagur 19. desember 2001 kl. 10:28

Rólegt en slæm umferðaróhöpp

Frekar rólegt hefur verið hjá lögreglunni að undanförnu, miðað við árstíð að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Helgarnar eru rólegar og virðast próflok ekki hafa aukið álag á lögreglumennina eins og hjá kollegum þeirra á Höfuðborgarsvæðinu. „Færðin hefur verið góð að undanförnu en við höfum þó verið að fá nokkur slæm umferðaróhöpp“, segir Karl.
Bílakjarninn
Bílakjarninn