Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rólegt á bráðavaktinni
Mánudagur 4. nóvember 2002 kl. 13:51

Rólegt á bráðavaktinni

Rólegt var um helgina á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að sögn Konráðs Lúðvíkssonar yfirlæknis. 12 heilsugæslulæknar sögðu upp störfum á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunarinnar sl. fimmtudag og er einungis sinnt bráðavakt á heilbrigðisstofnuninni. Konráð segir þó að hjúkrunarfræðingar taki á móti sjúklingum og meti það hvert þeir þurfi að fara til frekari aðhlynningar: „Hjúkrunarfræðingar sinna hluta af því starfi sem heilsugæslulæknar sinntu og meta það hvert senda eigi sjúklinga. Það voru tveir læknar á vakt um helgina en það var ósköp rólegt að gera og það er eins og fólk haldi að engin starfsemi sé hér á heilbrigðisstofnuninni,“ sagði Konráð í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024