Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 25. apríl 2000 kl. 15:02

Rólegir páskar hjá Keflavíkurlögreglunni

Ekki gerðist margt fréttnæmt hjá lögreglunni um þessa löngu helgi. Vinnuslys varð þó á skírdag, þegar maður í byggingarvinnu féll úr álstiga tæpa tvo metra og lenti á bakinu. Hann var fluttur á slysadeild og voru meiðsli hans ekki alvarleg. Brotist var inn í bát í Grindavík um helgina. Engu var stolið, en gramsað hafði verið í lyfjaskáp og telur lögreglan að leitað hafi verið að fíkniefnum. Sinubruni var í kirkjugarðinum í Staðarhverfi við Grindavík og er talið líklegt að þar hafi verið að verki lögbýliseigendur staðarins. Slökkviliðið var kallað út og slökkti eldinn, en leyfi sýslumanns þarf fyrir öllum sinubruna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024