Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. janúar 2001 kl. 15:10

Rólegheit á Keflavíkurhöfn

„Flestir bátarnir voru í fríi um helgina en nokkrir lönduðu hjá okkur á föstudag, Stafnes kom með 10,5 tonn, Happasæll með 13,5 tonn, Gunnar Hámundarson með tæp 3 tonn, Erling með 3,5 tonn og Eldhamar með 3,7 tonn“, sagði Þórhallur Helgason á hafnarvigtinni í Keflavík þegar VF sló á þráðinn til hans.
Á laugardag kom Óli á Stað með12 tonn af þorski að landi og Happasæll var með 12,2 tonn á sunnudag. Að sögn Þórhalls er þetta vænn fiskur sem sjómennirnir sækja að mestu norður í Bugtina, svona 15 mílur norður af Garðskaga.
„Tryllurnar sem eru á línu lönduðu einhverju smávegis á sunnudag, þær voru þrjár með rúmt tonn hver. Það hefur reyndar ekki gefið mikið fyrir tryllunar fyrr en núna síðustu daga, en það hafa verið ógæftir núna í janúar“, segir Þórhallur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024