Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 11. júlí 2003 kl. 15:24

Róleg tíð hjá lögreglunni

Mjög rólegt er að gera hjá Lögreglunni í Keflavík þessa dagana og segja kunnugir lögreglumenn að þessi árstími sé yfirleitt mjög rólegur. Þó hefur verið nokkuð um að kærur vegna hraðakstra og annarra umferðarlagabrota. Búast má við töluverðri umferð út úr bænum um helgina og eru ökumenn hvattir til að aka varlega. Bent hefur verið á þá staðreynd að flest slysin verða við hinar bestu aðstæður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024