Róleg nótt hjá lögreglu
Tíðindalítið var hjá lögreglu í gær og í nótt. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ranga notkun ljósa.Þá voru skráningarnúmer klippt af tveimur bifreiðum vegna vanrækslu á vátryggingarskyldu og einnig voru þær óskoðaðar.






