Róleg nótt hjá lögreglu
Tíðindalítið var á næturvakt lögreglunnar í Keflavík. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Var hann mældur á 125 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.Þá voru skráningarnúmer tekin af einni bifreið þar sem ekki hafði verið sinnt boðun lögreglu um að færa hana til skoðunar.

	
			

						
						
						
						
						
						
